Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

man-utd fær hjálp frá ensku mafíunni og sjónvarpsstöðvunum.

Var að skoða hvíldina sem topplið ensku úrvalsdeildarinnar fá um jólin. Liverpool og Arsenal fá minnstu hvíldina á milli leikja frá 26. - 28. des.  eða 43 klst. man-utd fær lengstu hvíldina á milli þessara leikja  eða 77 klst (skrýtið). Chelsea fær 47 klst. Af hverju skal ekki jafnt yfir alla ganga á þessum álagstíma. Eru kannski enska knattspyrnusambandið og bresku sjónvarpsstöðvarnar að hjálpa man-utd að vera með í titilbaráttunni? Þeim veitir reyndar ekki af því, blessuðum. Því einhvern veginn verður að reyna að jafna þetta svo Liverpool og Chelsea stingi ekki liðin af.

Sameining knattspyrnuliðanna í Fjarðabyggð

Eftir slakt gegni í boltanum hjá stelpunum í KFF þá er ekki úr vegi að líta um öxl og gera upp sumarið og kannski að velta sér upp úr framtíð liðsins. En byrjum þó á því að geraupp sumarið. Við í kvennaráði KFF fengum til okkar þjálfara í byrjun maí, sem var Halla Gunnarsdóttir. Hvað svo sem einhverjir kunna að segja þá er Halla mjög fínn og fær þjálfari en er reyndar ekki með reynslu að þjálfa meistaraflokk og það vissum við þegar við réðum hana. Hún byrjaði undirbúningstímann þremur vikum fyrir mót sem er alltof stuttur tími og erum við búin að læra af þeim mistökum, það ætlum við ekki að gera aftur.

Fyrri hluti mótsins var dapur. Aðeins tvö stig komu í hús sem segir okkur það að það er ekki gott að reyna að spila sig inní mót. í seinni hluta mótsins komu 9 stig í hús og var það eitthvað sem menn voru sáttir við. Liðið endaði svo í 5. sæti riðilsins með 11 stig og með markatöluna 18-38. Liðið náði því ekki þeim markmiðum sem það setti sér í upphafi, en það var að vera með markatöluna í plús og enda ofar en á síðasta ári en þá endaði liðið í 4. sæti með 19 stig og markatöluna 32-48. Væntingarnar voru miklar fyrir mót. Jákvæðni og ákveðni var ríkjandi innan liðsins og mikil bjartsýni þessar undirbúningsvikur og því urðu endalok þessa móts mér töluverð vonbrigði. Eflaust hefur margt spilað inní þetta slaka gegni, lykilleikmenn kláruðu ekki mótið, meiðsli höfðu sín áhrif, órói leikmanna af ýmsum ástæðum og reynsluleysi þjálfarans kann líka að hafa haft einhver áhrif. En svona er nú boltinn óútreiknanlegur.

Nú er svo komið að mér finnst tímabært að sameina lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði og KFF. Þessi lið áttu ekki gott sumar í 1. deildinni, Leiknir endaði í síðasta sæti í riðlinum með aðeins 7 stig ,6 af þeim komu gegn KFF. En með sameiningu þá eiga þau betri möguleika. Það eru margir góðir kostir við að sameina þessi tvö lið. Fyrir það fyrsta þá eru þessi lið bæði í sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Þau geta sparað sér töluverðan ferðakostnað, þau þurfa baraeinn þjálfara og fá með sameiningu breiðari leikmanna hóp. Ókostirnir eru hins vegar kannski þeir að þetta er orðið frekar stórt svæði landfræðilega séð en með nýjum göngum til Norðfjarðar og bættum samgöngum í sveitarfélaginu verður það lítil hindrun. Ég sé fyrir mér að þetta sameinaða lið geti ráðið sér þjálfara, búsettan á svæðinu, jafnvel á heilsárs basis sem er forsenda fyrir því að eiga gott lið í 1. deild sem myndi gera ákveðið tilkall til úrvalsdeildarsætis innan fárra ára.


KFF tapar fyrir ensku liði...

Kvennalið KFF tapaði í kvöld fyrir ensku liði skipað nokkrum leikmönnum frá Íslandi. Þetta enska lið er frá frönskum firði sem heitir Fáskrúðsfjörður og liðið heitir Leiknir. Já þetta var erfiður leikur hjá okkar stelpum og sigur Leiknisstelpna var kannski nokkuð sanngjarn. Leiknir byrjuðu leikinn af miklum krafti og skorðu mark strax á 3. mínútu, en þar var að verki Chantelle Parry. Vandræðagangurinn var mikill í vörn okkar stelpna og Leknir skoruðu svo annað mark á 15. mínútu en það mark gerði Una Jónsdóttir. Eftir annað mark Leiknis jafnaðist leikurinn nokkuð og á KFF meðal annars eitt stangar skot seint í fyrri hálfleik. Leiknir fengu líka sín færi en markmaður KFF, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir sá við þeim og sýndi á köflum snilldar takta.

Í seinni hálfleik komu KFF mun ákveðnari en í þeim fyrri en enn vantaði þó upp á að sendingar væru að skila sér rétta leið. Leiknisstelpur gerðu svo nánast út um leikinn á 56. mínútu er Ríkey Jónsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. KFF-stelpur tók þá aðeins við sér og uppskáru mark á 63. mínútu er Ragga setti boltann í markið af stuttu færi etfir gott spil upp hægri kantinn, 3-1. Ragga var svo aftur á ferðinni 13 mínútum síðar eða á 76. mínútu en þá skoraði hún með skalla eftir hornspyrnu, glæsilegt mark og KFF var komið aftur inní leikinn, 3-2. Nokkuð jafnræði var með liðunum og skiptust liðin á að sækja. Það voru svo Leiknisstelpur sem innsigluðu sigurinn með marki á 89. mínútu en þar var að verki hún Una að setja sitt annað mark í leiknum. Lokastaðan varð því tveggja marka sigur Leiknis 4-2.

 Maður leiksins að mínu mati var leikmaður Leiknis, leikmaður númer 6, Chantelle Parry og er hún gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Leiknis liðið. Maður leiksins hjá KFF var að mér fannst markmaðurinn okkar hún Þórdís Mjöll, varði oft vel maður á móti manni og átti snilldar markvörslu í leiknum er hún varð skot utan af velli sem stefndi nánast í vinkilinn, glæsileg markvarsla.

En nú er bara að gleyma þessum úrslitum og fara að einbeita sér að næsta leik sem er gegn Sindra frá Hornafirði og verður hann mánudaginn 25. júní klukkan 20:00 á Norðfjarðarvelli (Aggavöggu).

Kveð að sinni Sir Arnar landsliðs-einvaldur.


Fyrstu meistaraflokksæfingar Höllu Gunnarsdóttur þjálfara KFF

Milkill spenningur var hérna hjá okkur í Fjarðabyggð fyrir komu Höllu Gunnarsdóttur þjálfara KFF. Óhætt er að segja að Halla hafi staðið sig hreint út sagt frábærlega. Hún kom mjög vel undirbúin, en hún kom á skírdag og fór aftur á föstudaginn langa. Hún byrjaði með meistaraflokksæfingu á fimmtudeginum klukkan 13:00 - 14:30 í Fjarðabyggðarhöllinni og hélt svo fund með stelpunum á eftir þar sem þær settu sér skemmtileg markmið. Fyrsta markmiði var að vera með markatöluna í plús, næsta var að ná þriðja sætinu í riðlinum og til vara annað sætið, ansi skemmtileg markmið það. Því næst var Halla með æfingu í Neskaupstað fyrir 5. flokk kvenna en hún mun þjálfa þær líka í sumar. 5. flokkur kvenna hjá Þrótti Nes er stór hópur eða um 18 stelpur og verður spennandi að fylgjast með þeim í sumar. Eftir góðan dag snæddi ég, ásamt stjórn kvennaráðs KFF, kvöldverð með Höllu þar sem við skrifuðum undir samning við hana.

Á föstudaginn langa var Halla síðan með tvær æfingar í Neskaupstað. Fyrri æfingin var með 5. flokknum og síðan tók við æfing með meistaraflokknum. Þetta voru afar góðar og vel undirbúnar æfingar hjá henni og ég er viss um að þetta verði gott fótboltasumar hérna í Fjarðabyggð, bæði hjá yngri flokkum, í báðum kynjum, aðildarfélaga KFF og hjá stelpunum og strákunum í KFF.

Fótboltakveðja Sir Arnar.


Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

252 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.