Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Stærsta lokaða rennibraut landsins.

Skrapp í sundlaugina á sunnudaginn. Og það var eins og mig grunaði, stærsta rennibraut landsins var lokuð og núna er talað um "stærstu lokuðu rennibraut landsins". Maður veltir fyrir sér tilgang rennibrautarinnar. Ég hélt að hún væri fyrir börnin að leika sér í. Einhver sagði að hún væri búin að vera lokuð í þrjár vikur og ef það er satt þá fer maður að spyrja sig tilhvers var verið að gera þessa braut. Einn starfsmaður sagið við mig í haust að það væri þvílíkur munur eftir að rennibrautin kom að fólk úr nágrannabyggðarlögunum væri að koma sem er jú mjög jákvætt.

Þetta er að vísu ekki það eina sem er lokað eða kannski réttara sagt "má ekki nota" í lauginni. Þar er t.d. eitt stykki sveppur og foss sem komu þarna upp er nýja vaðlaugin var tekin í notkun sem ég  man eftir að hafa séð einu sinni í gangi frá opnun. Hvað er málið? Tíma menn ekki að nota þetta, kunna menn ekki á þetta eða kostar þetta meiri vinnu fyrir starfsfólkið þarna? Ég er gjörsamlega hættur að skilja af hverju hlutirnir eru ekki notaðir.


Fjarðabyggð og Leiknir sameinast.

Stjórnir KFF og Leiknis Fáskrúðsfirðifunduð um daginn og hafa ákveðið að hefja samstarf um meistaraflokk kvenna. Liðin munu æfa saman núna í vetur undir stjórn Viðars Jónssonar sem var að þjálfa kvenna lið Leiknis síðasta sumar. Mun Viðar taka þetta að sér í það minnsta fram að áramótum og vonandi lengur og kannski út næsta tímabil. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að sameina þessi lið og var kominn tími til og er það von okkar sem að þessari sameiningu stöndum að við fáum jákvæð viðbrögð og að fólk gefi þessu séns. Við hjá KFF trúum því að með þessari sameiningu munum við sjá öflugt og skemmtilegt lið í 1. deildinni næsta sumar. Stefnan er að sjálfsögðu tekin á úrslitakeppnina og náttúrulega að komast í úrvalsdeild og geta blandað okkur í val um "besta leikmann leiktíðarinnar" Tounge 

Bakhjarl uppá milljón

Er búinn að setja fleiri lög í Spilarann. Nú vantar mig bara einhverja vellauðuga bakhjarla til að ég geti gefið út eitt stykki plötu. Þeir bakhjarlar þurfa bara að ábyrgjast svona c.a. 1 milljón. Eru einhverjir sem treystir sér í þetta verkefniWink.

 


Jolla í 3. deildina.

Þetta er fínt. Látum þennan veruleikafirrta Eyjólf klára þessa keppni með þetta landslið okkar og svo getur hann fengið þjálfarastöðu á Seyðisfirði eins og Einar Bragi hefur bent á á sinni bloggsíðu. Frábær hugmynd og góður húmor í henni. Eyjólf á Seyðis.


mbl.is Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er ég glaður með þetta

Ég er handviss um það að Dagur B. verður frábær borgarstjóri. Villi gamli var ekki sannfærandi borgarstjóri og var ekki að höndla þessa ábyrgð sem fylgir þessu starfi. Borgin var í algjörri óstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er bara einfaldlega gott mál að Sjálfstæðisflokkurinn er aftur kominn í minni hluta eftir aðeins 15 mánaða meirihluta starf sem einkenndist af yfirgangi og hroka sjálfstæðismanna.
mbl.is Dagur boðar til blaðamannafundar við Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til eru fræ sem þroskast seint.

Þá er lokið trúbadorahátíðinni þetta árið. Það fór einsog mig grunaði með laugardagskvöldið, þeir félagarnir komust ekki þar sem veðurguðirnir létu til sín taka. Ég spilaði þó á laugardagskveldinu í Egilsbúð og gekk það bara ágætlega þrátt fyrir hálsbólgu og fámenni.

Á sunnudagskveldið fórum ég og Guðmundur R. til Mjóafjarðar og héldum þar um klukkutíma tónleika sem gengu bara mjög vel, að vísu þjáðist Gummi af hálsbólgu af verri gerðinni en þrælaði sér í gegnum prógrammið sitt við góðar undirtektir heimamanna. Síðan flutti ég nokkur frumsaminn lög og tók svo nokkur lög af þekktari gerðinni og verður ekki annað sagt en að Mjófirðingar hafi tekið vel við sér og skemmt sér konunglega.

Vil svo benda ykkur á tónlistaspilarann hérna til hliðar á síðunni en þar er ég búinn að setja inn nokkur lög eftir mig. Þetta er fyrsta skrefið að því að koma einhverju frá mér til almennings, Gummi skorar nefnilega alltaf á mig um hverja trúbadorahátíð að gefa út eitt stykki plötu. Þetta er kannski byrjunin. 


Hátíð í bæ

Þá er komið að því. Verð á Trúbadorahátíð Íslands í kvöld. Spila þar frumsamið efni ef hálsbólga og kvef leyfa. Já ég er semsagt frekar slappur svona í morgunsárið en vona að þetta verði allt komið í lag í kvöld. Á þessari hátíð í kvöld verða einnig að spila Einar Ágúst, heimsfrægur Norðfirðingur og Ingvar Valgeirs, heimsfrægur Akureyringur. Ég vona að þessir góðu herramenn séu bara komnir hingað því veðurútlitið er ekkert spés, hávaða rok og leiðindi.

Prógramm kvöldsins er eins og áður sagði frumsamið.

1. Ekkert mál lag og texti samin í des 1984  2. Ó ljúfa veröld lag samið í apríl 1985 en ljóðið er úr bókinni Ljóð Vilmundar og er eftir Vilmund Gylfason heitinn.  3 Róninn lag samið í nóvember 1986 en texti er eftir mig og séra Guðmund Örn og er saminn í janúar 1985 4. Eþíópía lag og texti samin í júní 1985  5. Beiskur maður í felum lag og texti samin í júlí 1990  6. Haustlíðan lag og texti samin í október 1992  7. Sauðdrukkinn á litlum bar lag og texti samin í ágúst 2005.

Nú er bara að láta sjá sig í kvöld. Hátíðin byrjaði reynda í gær en ég komst því miður ekki en þar voru flott nöfn á ferðinni einsog Gummi Jóns úr Sálinni, Magnús Þór Sigmundsson, Halli Reynis, Auðunn Bragi ( þekki hann reyndar ekki neitt ) ásamt hátíðareigandanum sjálfum Guðmundi R.

Góða skemmtun.


Góður strákur hann Þorvaldur

En það er bara ekki rétt að hann hafi tekið við Fjarðabyggðarliðinu fyrir tímabilið. Þorvaldur var með þetta sama lið á síðasta tímabili og þá var liðið í 2. deild og sigraði þá deild með glæsibrag svo þetta var tímabil númer tvö hjá honum.

 Svo gerðum við samning við hann til þriggja ára en ekki til tveggja, sem er með endurskoðunar ákvæði eftir tvö ár.

En það er rétt, við viljum hafa Þorvald að minnst kosti eitt ár í viðbót því árangur hans með þetta lið leynir sér ekki og er mun betri en jafnvel bjartsýnustu menn þorðu að vona og bjartsýnustu spár sýndu.

Toddi

 

 


mbl.is Vilja halda Þorvaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameining knattspyrnuliðanna í Fjarðabyggð

Eftir slakt gegni í boltanum hjá stelpunum í KFF þá er ekki úr vegi að líta um öxl og gera upp sumarið og kannski að velta sér upp úr framtíð liðsins. En byrjum þó á því að geraupp sumarið. Við í kvennaráði KFF fengum til okkar þjálfara í byrjun maí, sem var Halla Gunnarsdóttir. Hvað svo sem einhverjir kunna að segja þá er Halla mjög fínn og fær þjálfari en er reyndar ekki með reynslu að þjálfa meistaraflokk og það vissum við þegar við réðum hana. Hún byrjaði undirbúningstímann þremur vikum fyrir mót sem er alltof stuttur tími og erum við búin að læra af þeim mistökum, það ætlum við ekki að gera aftur.

Fyrri hluti mótsins var dapur. Aðeins tvö stig komu í hús sem segir okkur það að það er ekki gott að reyna að spila sig inní mót. í seinni hluta mótsins komu 9 stig í hús og var það eitthvað sem menn voru sáttir við. Liðið endaði svo í 5. sæti riðilsins með 11 stig og með markatöluna 18-38. Liðið náði því ekki þeim markmiðum sem það setti sér í upphafi, en það var að vera með markatöluna í plús og enda ofar en á síðasta ári en þá endaði liðið í 4. sæti með 19 stig og markatöluna 32-48. Væntingarnar voru miklar fyrir mót. Jákvæðni og ákveðni var ríkjandi innan liðsins og mikil bjartsýni þessar undirbúningsvikur og því urðu endalok þessa móts mér töluverð vonbrigði. Eflaust hefur margt spilað inní þetta slaka gegni, lykilleikmenn kláruðu ekki mótið, meiðsli höfðu sín áhrif, órói leikmanna af ýmsum ástæðum og reynsluleysi þjálfarans kann líka að hafa haft einhver áhrif. En svona er nú boltinn óútreiknanlegur.

Nú er svo komið að mér finnst tímabært að sameina lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði og KFF. Þessi lið áttu ekki gott sumar í 1. deildinni, Leiknir endaði í síðasta sæti í riðlinum með aðeins 7 stig ,6 af þeim komu gegn KFF. En með sameiningu þá eiga þau betri möguleika. Það eru margir góðir kostir við að sameina þessi tvö lið. Fyrir það fyrsta þá eru þessi lið bæði í sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Þau geta sparað sér töluverðan ferðakostnað, þau þurfa baraeinn þjálfara og fá með sameiningu breiðari leikmanna hóp. Ókostirnir eru hins vegar kannski þeir að þetta er orðið frekar stórt svæði landfræðilega séð en með nýjum göngum til Norðfjarðar og bættum samgöngum í sveitarfélaginu verður það lítil hindrun. Ég sé fyrir mér að þetta sameinaða lið geti ráðið sér þjálfara, búsettan á svæðinu, jafnvel á heilsárs basis sem er forsenda fyrir því að eiga gott lið í 1. deild sem myndi gera ákveðið tilkall til úrvalsdeildarsætis innan fárra ára.


Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

271 dagur til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.