Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Pippa er öll.

Picture 020(1)Þessi vika er búin að vera erfið hjá dóttur minni. Á þriðjudaginn fór ég með heimilisköttinn hana Pippu til dýralæknis því útlitið á henni vera frekar dularfullt. Hún var öll útþanin og það í meira lagi. Var búinn að láta mér detta í hug að hún væri kettlingafull en tíminn var orðinn óeðlilega langur og hún sýndi enga tilburði til að fara að gjóta. Ákvað dýralæknirinn að skera hana upp og skoða hana. Var hún því svæfð um fimmleytið og skorin upp.  Við uppskurðinn kom strax í ljós að ekki var allt með feldu og við nánari athugun kom í ljós að Pippa hafði fengið smitandi lífhimnubólgu eins og dýralæknirinn orðaði það. Skoðuðum við lífhimnuna og var hún ónýt. Þá sagði dýralæknirinn þessi orð sem ég vonaði að hann myndi ekki sega, ég verð að aflífa hana. Málið er að ef köttur greinist með smitandi lífhimnubólgu þá er það dauðadómur og ekkert hægt að gera. Og með þessi orð kvaddi ég dýralæknirinn og þurfti nú að díla við næsta verkefni sem var að segja krökkunum frá þessu. Þetta kvöld var grátið mikið hjá dóttur minni og ef eitthvað er erfitt í lífinu þá er það þetta, að horfa á börnin sín gráta út af andlegri vanlíðan og maður getur ekkert gert. Það tekur á.

Anna Margrét og Pippa voru þær allra bestu vinkonur sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Þær sváfu yfirleitt saman og ef Anna Margrét ákvað að gista hjá vinkonu sinni þá leið Pippu illa og var alveg ómöguleg og vissi ekki hvar hún átti að sofa þær nætur.

Blessuð sé minning Pippu og Anna Margrét, þú átt alla mína samúð.


Alltaf stækka heimahagarnir, Öxnadalurinn.

Maður bara fyllist stolti. Var alla mína barna og grunnskólatíð í Þelamerkurskóla í Hörgárdal en ekki minnist ég þess að ég hafi fengið forseta Íslands í heimsókn á þeim tíma, enda kannski eðlilegt, því Þelamerkurskóli í Öxnadal er bara ekki til en Þelamerkurskóli í Hörgárdal er aftur á móti til. Þarna skortir blaðamanni landafræðikunnáttu eða kannski er Jónas Hallgrímsson svona mikill áhrifavaldur að hann geti stækkað Öxnadalinn eftir hentugleika. Þetta er sama dæmið og þegar talað er um séra Jón á Bægisá í Öxnadal en séra Jón á Bægisá í Öxnadal átti heima á Bægisá í Hörgárdal og bjó aldrei í Öxnadal.

En annars, til hamingju með afmælið minn kæri nágranni, Jónas


mbl.is Forsetinn afhenti bók um Jónas Hallgrímsson í Þelamerkurskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrátt kjöt fyrir framan dyrnar hjá mér.

Þegar ég var að fara út úr húsi heima hjá mér í morgun þá lá þar steindauður fugl. Og ekki nóg með það heldur var búið að hamfletta hann og pakka honum inní poka, mjög vandlega. Ég horfði góða stund á þennan gjörning og var að spá í það hvernig í ósköpunum fuglinn hefði farið að þessu, datt reyndar í hug að einhver væri að gera grín að veiðiafla mínum þetta haustið en enginn fugl hefur ennþá ratað í höglin úr fjan...hólknum (verð að passa mig að blóta ekki mikið, presturinn gæti lesið þetta) þetta árið. En svo sá ég kveðjubréf til kennarans sem býr í sama húsi og taldi ég að þar með væri ég búinn að finna skýringuna á þessu og hver hefði sent þetta. Ég leit sem snöggvast á bréfið og á því stóð Svartfugl, Woundering hausinn á mér sprakk úr spurningarmerkjum sem fuku út í loftið. Ég vissi vel að kennaranum þykir svartfugl ekki góður matur. Ég las lauslega yfir bréfið og fór að átta mig á því um hvað málið snérist, ég leit á gegnsæja póstkassann minn og sá þá að hann var fullur af ritgerðarverkefnum sem nemendur höfðu verið að skila til kennarans og umfjöllunar efnið var SVARTFUGL bók eftir Gunnar Gunnarsson. Skáldsaga byggð á sannsögulegum atburðum um morðin á Sjöundá.

Þetta er algjör snilld og skora ég að viðkomandi að gefa sig fram en hann eða hún gleymdi að kvitta undir verkefnið og fær því væntanlega 0 í kladdann.


Sumir morgnar eru betri en aðrir.

Á leið minnar til vinnu í morgun þá sagði Gestur Einar, útvarpsrumur, mér skemmtilega frétt. Þannig er mál með vexti að ég hef alltaf haldið því fram að maður sem er aðeins yfir kjörþyngd sé í raun í góðum málum. Gestur benti á nýlega rannsókn þessu til sönnunar að fólk sem væri 5-15 kg. yfir kjörþyngd væri með mun meiri lífslíkur en annað fólk. Þetta eru frábærar fréttir fyrir mig þar sem ég telst til þess einstaklings sem er 5-15 kg. yfir kjörþyngd. Rannsóknin leiddi að vísu í ljós að þessu fólki væri hættara við að fá sykursýki 2, en það er nú kannski hægt að díla við það, en líkur á krabbameini væri mun minni en hjá fólki sem væri í kjörþyngd svo ekki sé nú minnst á þá sem eru undir kjörþyngd. Það er að vísu einn hængur á þessu öllu saman en hann er sá að þessi rannsókn er bandarísk Devil svo það er spurningin hvar kjörþyngdar viðmið bandaríkjamanna eru. Erum við kannski að tala um 25-60 kg. yfir íslenskri kjörþyngd eða hvað?Errm


Sir Alex Ferguson, formaður enska knattspyrnusambandsins.

Nú á að fara að byrja á dómarataktík Ferguson´s. Dylja skal upphaf dómaraáhrifa Sir Alex á öryggismálum á leikvöllum. Hann sem sagt upplifði það í leiknum gegn Arsenal að hann tapaði stríðinu við áhangendur Arsenal um að hafa áhrif á ákvarðanir dómarans. Og nú ætlaði kallinn að reyna að hafa fyrirfram áhrif á störf dómara með því að segja að dómarar eigi ekki að láta áhorfendur hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Hann er klókur kallinn en þó ekki, hann hefði kannski átt að byrja á því að díla fyrst við enska knattspyrnusambandið og fara svo og beita áhrifavaldi sínu gagnvart dómurum. En hann getur svo sem sagt nánast hvað sem er í fjölmiðlum, því hann veit að það hefur áhrif og þó hann fái einhverja áminningu eða sekt þá skiptir það hann engu máli.

Og af hverju er man.utd að gera skýrslu af þessu máli, á ekki enska knattspyrnusambandið að standa í svona löguðu?


mbl.is Man.Utd gerir skýrslu um ólæti á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

243 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.