Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Þú hýri Öxnadalur

jæja, þá er hinu fyrsta fjölskyldumóti lokið hjá Árhvammsættinni. Þetta var hið skemmtilegasta mót og allir skemmtu sér vel þrátt fyrir frekar blautt veðurfar. Fólk byrjaði að týnast á svæðið um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þeir síðustu komu um tíuleiti á föstudagskveldið. Ég og mín stórskemmtilega mágkona, Rannveig, hér eftir nefnd Rannveig ísdrottning skipulögðum þessa samkomu af myndarbrag. Farið var í skoðunarferð um fjörðinn undir leiðsögn Þórðar Júlíussonar frá Skorrastað og skartaði Norðfjörður sínu "versta" útliti á meðan sú ferð stóð yfir.  Einnig var farið á golfmót sem þótti takast einstaklega vel og var fólki tíðrætt um þá veðurblíðu sem það fékk á því móti. Annars voru vegleg verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og kom það í hlut sameinaðs liðs frá Íslandi og Færeyjum að hreppa fyrsta sætið. Mikill varðeldur var á laugardagskveldinu og vakti hann athygli sveitamanna sem streymdu þar að í stórum hópum. Lagið var tekið við undirleik Júlla, (næst minnsta bróður mínum) og ómaði söngurinn um allan fjörðinn. Á laugardeginum var síðan fjölmennt á stórleik umferðarinnar hjá 5. flokki kvenna á Norðfjarðarvelli en þá áttust við Þróttur og Einherji/Huginn. Fyrir leikinn hét Tóti, (minnsti bróðir minn) Önnu Margréti 1.000 krónur fyrir hvert mark sem hún myndi skora. Anna Margrét skoraði fljótlega í leiknum og þegar Tóta var sagt að staðna væri orðinn 8-1 þá þorði hann ekki að spyrja hvað Anna Margrét væri búin að skora mörg, heldur leit ofan í seðlaveskið sitt og sá fram á gríðarleg útgjöld þessa helgi. En Anna Margrét skoraði aðeins eitt mark og fékk sínar þúsund krónur fyrir. En það sem stendur uppúr eftir þessa stórkostlegu helgi er það að öll mín systkini mættu og mínir foreldrar og góður slatti af börnum systkina minna og þeirra fjölskyldur. Og hvað veðrið var gott or not. Takk fyrir frábæra helgi og endurtökum þetta að ári undir stjórn Siggu og Heiðars (stærstur af bræðrum mínum).

 

Ættjarðarljóð 

Inní Öxnadalnum,

þar árbakkanum,

er sú æskuslóð drauma minna.

Þar eru hólar og tún,

þar er tindur á brún,

þar má töfrandi kraftinn finna.

 

Upp til fjalla er fé,

ég með augunum sé,

þá fegurð sem svífur þar rótt.

Þar er sumar og sól,

þar er mitt höfuðból,

og stjörnubjört, hvít vetrarnótt.

           

            Inní Öxnadalnum

            er sú æskuslóð drauma minna.

Þar eru hólar og tún,

þar er tindur á brún,

þar má töfrandi kraftinn finna.

 

Lag: Fram í heiðanna ró

Texti: Sir Arnar.

 


KFF snýr dæminu við og Séra Jón á Bægisá var ekki frá Bægisá í Öxnadal

Já stelpurnar í KFF unnu loksins leik síðast liðinn mánudag. Eftir brösugt gengi undanfarna leiki þá kom góður sigur þeirra á Hömrunum sem endaði 3 - 1. Þær höfðu að vísu spilað við Hamrana viku fyrr fyrir norðan og töpuð þar ósanngjarnt 4-2 svo þær vissu upp á hár hvað þurfti að gera til að snúa dæminu við.

Annars lagði ég leið mína upp á Hraunsvatn í Öxnadal á mánudaginn með fjölskyldunni minni og var það hreint út sagt frábært. Þetta er gríðarleg náttúruperla sem tengist Jónasi Hallgrímssyni skáldi. Jónas var gott skáld og það var Séra Jón Þorláksson frá Bægisá líka, en hann er jafnan kenndur við Bægisá í Öxnadal sem er eitt mesta bull sem kennt er í íslenskum námsbókum í dag. Séra Jón Þorláksson bjó á Bægisá á Þelamörk sem tilheyrir Glæsibæjarhreppi og Glæsibæjarhreppur hefur aldrei verið í Öxnadal og mun aldrei verða. Kenning mín er sú að það hefur þótt bara auðveldara að kenna hann við Öxnadal því Jónas Hallgrímsson var svo helvíti flott skáld og var frá Hrauni og síðar Steinsstöðum í Öxnadal og bærinn Bægisá er til í Öxnadal.  Þeir eru reyndar tveir Bægisár bæirnir annar heitir Syðri - Bægisá og er í Öxnadal og hinn heitir Ytri - Bægisá og er í Glæsibæjarhreppi á Þelamörk og þar var prestsetur fram á 20. öld. og þar bjó Séra Jón Þorláksson. Þessari villu þarf að koma sem fyrst út úr kennslubókum nútímans.


Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

243 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.