9.4.2007 | 19:12
Fyrstu meistaraflokksæfingar Höllu Gunnarsdóttur þjálfara KFF
Milkill spenningur var hérna hjá okkur í Fjarðabyggð fyrir komu Höllu Gunnarsdóttur þjálfara KFF. Óhætt er að segja að Halla hafi staðið sig hreint út sagt frábærlega. Hún kom mjög vel undirbúin, en hún kom á skírdag og fór aftur á föstudaginn langa. Hún byrjaði með meistaraflokksæfingu á fimmtudeginum klukkan 13:00 - 14:30 í Fjarðabyggðarhöllinni og hélt svo fund með stelpunum á eftir þar sem þær settu sér skemmtileg markmið. Fyrsta markmiði var að vera með markatöluna í plús, næsta var að ná þriðja sætinu í riðlinum og til vara annað sætið, ansi skemmtileg markmið það. Því næst var Halla með æfingu í Neskaupstað fyrir 5. flokk kvenna en hún mun þjálfa þær líka í sumar. 5. flokkur kvenna hjá Þrótti Nes er stór hópur eða um 18 stelpur og verður spennandi að fylgjast með þeim í sumar. Eftir góðan dag snæddi ég, ásamt stjórn kvennaráðs KFF, kvöldverð með Höllu þar sem við skrifuðum undir samning við hana.
Á föstudaginn langa var Halla síðan með tvær æfingar í Neskaupstað. Fyrri æfingin var með 5. flokknum og síðan tók við æfing með meistaraflokknum. Þetta voru afar góðar og vel undirbúnar æfingar hjá henni og ég er viss um að þetta verði gott fótboltasumar hérna í Fjarðabyggð, bæði hjá yngri flokkum, í báðum kynjum, aðildarfélaga KFF og hjá stelpunum og strákunum í KFF.
Fótboltakveðja Sir Arnar.
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Mikilvægar síður
- Gíslína Dögg Prestfrúin í Vestmannaeyjum
- KFF - Gellur Flottar píur
- KFF - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
- Virtasta og besta félagslið Evrópu Rauði herinn
- samtök áhugamanna um 45sec Faxe er góður
- Tippið
Áhugaverðir bloggarar
-
Frú Ingibjörg
Stjórnandinn
eiginkonan -
Stefán Jón Hafstein
Namibía
Stefán Jón -
Gnýr Guðmundsson
Kóngurinn í Odense
Vindmyllubóndinn -
Hugi Þórðarson
Þvílíkur snilli þessi maður.
hugi.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.