17.7.2007 | 15:34
Þú hýri Öxnadalur
jæja, þá er hinu fyrsta fjölskyldumóti lokið hjá Árhvammsættinni. Þetta var hið skemmtilegasta mót og allir skemmtu sér vel þrátt fyrir frekar blautt veðurfar. Fólk byrjaði að týnast á svæðið um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þeir síðustu komu um tíuleiti á föstudagskveldið. Ég og mín stórskemmtilega mágkona, Rannveig, hér eftir nefnd Rannveig ísdrottning skipulögðum þessa samkomu af myndarbrag. Farið var í skoðunarferð um fjörðinn undir leiðsögn Þórðar Júlíussonar frá Skorrastað og skartaði Norðfjörður sínu "versta" útliti á meðan sú ferð stóð yfir. Einnig var farið á golfmót sem þótti takast einstaklega vel og var fólki tíðrætt um þá veðurblíðu sem það fékk á því móti. Annars voru vegleg verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og kom það í hlut sameinaðs liðs frá Íslandi og Færeyjum að hreppa fyrsta sætið. Mikill varðeldur var á laugardagskveldinu og vakti hann athygli sveitamanna sem streymdu þar að í stórum hópum. Lagið var tekið við undirleik Júlla, (næst minnsta bróður mínum) og ómaði söngurinn um allan fjörðinn. Á laugardeginum var síðan fjölmennt á stórleik umferðarinnar hjá 5. flokki kvenna á Norðfjarðarvelli en þá áttust við Þróttur og Einherji/Huginn. Fyrir leikinn hét Tóti, (minnsti bróðir minn) Önnu Margréti 1.000 krónur fyrir hvert mark sem hún myndi skora. Anna Margrét skoraði fljótlega í leiknum og þegar Tóta var sagt að staðna væri orðinn 8-1 þá þorði hann ekki að spyrja hvað Anna Margrét væri búin að skora mörg, heldur leit ofan í seðlaveskið sitt og sá fram á gríðarleg útgjöld þessa helgi. En Anna Margrét skoraði aðeins eitt mark og fékk sínar þúsund krónur fyrir. En það sem stendur uppúr eftir þessa stórkostlegu helgi er það að öll mín systkini mættu og mínir foreldrar og góður slatti af börnum systkina minna og þeirra fjölskyldur. Og hvað veðrið var gott or not. Takk fyrir frábæra helgi og endurtökum þetta að ári undir stjórn Siggu og Heiðars (stærstur af bræðrum mínum).
Ættjarðarljóð
Inní Öxnadalnum,
þar árbakkanum,
er sú æskuslóð drauma minna.
Þar eru hólar og tún,
þar er tindur á brún,
þar má töfrandi kraftinn finna.
Upp til fjalla er fé,
ég með augunum sé,
þá fegurð sem svífur þar rótt.
Þar er sumar og sól,
þar er mitt höfuðból,
og stjörnubjört, hvít vetrarnótt.
Inní Öxnadalnum
er sú æskuslóð drauma minna.
Þar eru hólar og tún,
þar er tindur á brún,
þar má töfrandi kraftinn finna.
Lag: Fram í heiðanna ró
Texti: Sir Arnar.
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Mikilvægar síður
- Gíslína Dögg Prestfrúin í Vestmannaeyjum
- KFF - Gellur Flottar píur
- KFF - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
- Virtasta og besta félagslið Evrópu Rauði herinn
- samtök áhugamanna um 45sec Faxe er góður
- Tippið
Áhugaverðir bloggarar
-
Frú Ingibjörg
Stjórnandinn
eiginkonan -
Stefán Jón Hafstein
Namibía
Stefán Jón -
Gnýr Guðmundsson
Kóngurinn í Odense
Vindmyllubóndinn -
Hugi Þórðarson
Þvílíkur snilli þessi maður.
hugi.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 482
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.