Leita í fréttum mbl.is

Á Siglufirði eða í Siglufirði.....

Það er spurningin. Hvort hljómar betur að segja á Siglufirði eða í Siglufirði ? Veit það ekki, hef ekkert spáð sérstaklega í það. En hitt veit ég og beini þeim tilmælum til alls fjölmiðlafólks að maður segir á Norðfirði og í Neskaupstað, en ekki á Neskaupstað svo ég tali nú ekki um á Neskaupsstað með alltof mörgum essum.


mbl.is 86 lið mætt á pæjumót í Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ég fór sem barn ætíð norður á Siglufjörð, (á Sigló) eða út á Siglufjörð þegar ég var á króknum, en við fórum í Fljótin. Man aldrei eftir að hafa farið út í Siglufjörð.

Kristín Dýrfjörð, 10.8.2007 kl. 14:29

2 identicon

Sammála því að fólk býr á Siglufirði og fólk fer til Siglufjarðar. Hins vegar er önnur málvilla að festast í málinu - nefnilega að fara á Mývatn en ekki í Mývatnssveit.

Óskar Þór Halldórsson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:50

3 identicon

Það er samt fyndið að ef maður tekur fyrri hlutann framan af þessum staðarnöfnum þá finnst mér orðið miklu eðlilegra að segja að maður fari í fjörð og sé í firði og hins vegar að maður fari á stað og sé á stað.

En þessar málvenjur virðast ekkert fylgja því. Mér finnst eðlilegt að segja á Norðfirði og í Hafnarfirði til dæmis.

Guðni Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:57

4 identicon

sem siglfirðingur finnst mér klárlega rétt að segja á siglufirði. Það er reyndar alltaf talað um það á mínu heimili að fara inní Fljót. En já... það er asnalegt að vera í firði.

Arnar (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 16:03

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Á Siglufirði segi ég en oftar og oftar heyrir maður samt í Siglufirði, sem hljómar ekki rétt í mínum eyrum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 10.8.2007 kl. 16:09

6 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Það er rétt Guðni að það er eðlilegt að fara í fjörð en ekki á fjörð og það er líka eðlilegt að fara á stað en ekki í stað þó það geti alveg gengið upp líka. En ferð þú á kaupstað eða ferðu í kaupstað? Bærinn minn heitir nefnileg Nes-Kaupstaður en ekki Neskaup-staður í því liggur munurinn, Þess vegna segjum við í Neskaupstað.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 17:56

7 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Á Siglufjörð.  Einfalt.

Magnús Þór Jónsson, 12.8.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

33 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband