14.9.2007 | 10:39
Frábært eða hvað?
Vissulega ber að fagna því að Kínverjar ætli að fækka dauðarefsingum en hitt er annað mál að það er fáránlegt að á 21. öldinni skulu menn vera dæmdir til dauða. Það er reyndar ekki svo að maður geti sagt að það séu bara kommarnir sem drepa seka menn ó nei. Bandarísk stjórnvöld eru enn að myrða sakborninga í sumum fylkjum Bandaríkjanna og finnst það bara sjálfsagt mál. Okkur finnst þetta vera hörð refsing ef þetta er þá einhver refsing á annað borð. Mér finnst það alla veganna ekki, þetta eru bara hrein og klár morð.
Á Íslandi fá menn þriggja til fjögurra ára dóm fyrir að nauðga og misþyrma konu á hrottafenginn hátt. Menn fá líka svipaða dóma fyrir skjalafals og skattsvik. Spyrja má sig hvort er meiri glæpur?
Það er hreint út sagt með ólíkindum að dómurum þessara þjóða skuli vera veitt það vald að geta með einu hamarshöggi ákveðið hvort sakborningur skuli drepinn eður ei.
Kínversk stjórnvöld vilja draga úr dauðarefsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Mikilvægar síður
- Gíslína Dögg Prestfrúin í Vestmannaeyjum
- KFF - Gellur Flottar píur
- KFF - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
- Virtasta og besta félagslið Evrópu Rauði herinn
- samtök áhugamanna um 45sec Faxe er góður
- Tippið
Áhugaverðir bloggarar
-
Frú Ingibjörg
Stjórnandinn
eiginkonan -
Stefán Jón Hafstein
Namibía
Stefán Jón -
Gnýr Guðmundsson
Kóngurinn í Odense
Vindmyllubóndinn -
Hugi Þórðarson
Þvílíkur snilli þessi maður.
hugi.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þekki nú ekki svo vel til í Kína, en hér í Bandaríkjunum er ekki hægt að dæma mann til dauða nema með ákvörðun kviðdóms. Staðhæfing þín um að dómarar hafi þetta vald í hendi sér er því ekki á rökum reist.
Þú virðist heldur ekki hafa mikla samúð með aðstandendum myrtra fórnarlamba, sem horfa upp á morðingjana ganga lausa eins og ekkert hefði í skorist eftir 15-20 ár. Ekki fá fórnarlömbin lífið aftur að þeim tíma liðnum.
Kristján Magnús Arason, 14.9.2007 kl. 13:20
Jæja, þess þá heldur að kviðdómur hafi þetta vald, ekki eru þeir nú alltaf skipaðir einhverjum lögfræðingum. þetta er svo bandarískt.
Kristján:
Auðvitað hef ég samúð með aðstandendum myrtra fórnalamba en það er ekkert sem réttlætir það að dæma menn til dauða. En einhverra hluta vegna þykir það eðlilegur hlutur hjá þessum þjóðum að "refsing " þeirra er að hefna en ekki að refsa. Menn eiga rétt á því að fá að taka út sína refsingu og reyna að vinna í sínum málum. Mér finnst því fáránlegt að það skuli vera til eitthvað sem heitir "löglegt morð" eins og ég kýs að kalla þessar dauðarefsingar.
Aðeins að Bandarísku hugsjóninni "hefnd í stað refsingar".
Finnst þér kannski eðlilegt að ef þú keyrðir á barnið mitt að þá mætti ég keyra á barnið þitt. Nei það held ég ekki. Við megum nefnilega ekki gleyma því að sá seki á líka fjölskyldu sem þykir vænt um hann.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, 14.9.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.