Leita í fréttum mbl.is

Sameining knattspyrnuliðanna í Fjarðabyggð

Eftir slakt gegni í boltanum hjá stelpunum í KFF þá er ekki úr vegi að líta um öxl og gera upp sumarið og kannski að velta sér upp úr framtíð liðsins. En byrjum þó á því að geraupp sumarið. Við í kvennaráði KFF fengum til okkar þjálfara í byrjun maí, sem var Halla Gunnarsdóttir. Hvað svo sem einhverjir kunna að segja þá er Halla mjög fínn og fær þjálfari en er reyndar ekki með reynslu að þjálfa meistaraflokk og það vissum við þegar við réðum hana. Hún byrjaði undirbúningstímann þremur vikum fyrir mót sem er alltof stuttur tími og erum við búin að læra af þeim mistökum, það ætlum við ekki að gera aftur.

Fyrri hluti mótsins var dapur. Aðeins tvö stig komu í hús sem segir okkur það að það er ekki gott að reyna að spila sig inní mót. í seinni hluta mótsins komu 9 stig í hús og var það eitthvað sem menn voru sáttir við. Liðið endaði svo í 5. sæti riðilsins með 11 stig og með markatöluna 18-38. Liðið náði því ekki þeim markmiðum sem það setti sér í upphafi, en það var að vera með markatöluna í plús og enda ofar en á síðasta ári en þá endaði liðið í 4. sæti með 19 stig og markatöluna 32-48. Væntingarnar voru miklar fyrir mót. Jákvæðni og ákveðni var ríkjandi innan liðsins og mikil bjartsýni þessar undirbúningsvikur og því urðu endalok þessa móts mér töluverð vonbrigði. Eflaust hefur margt spilað inní þetta slaka gegni, lykilleikmenn kláruðu ekki mótið, meiðsli höfðu sín áhrif, órói leikmanna af ýmsum ástæðum og reynsluleysi þjálfarans kann líka að hafa haft einhver áhrif. En svona er nú boltinn óútreiknanlegur.

Nú er svo komið að mér finnst tímabært að sameina lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði og KFF. Þessi lið áttu ekki gott sumar í 1. deildinni, Leiknir endaði í síðasta sæti í riðlinum með aðeins 7 stig ,6 af þeim komu gegn KFF. En með sameiningu þá eiga þau betri möguleika. Það eru margir góðir kostir við að sameina þessi tvö lið. Fyrir það fyrsta þá eru þessi lið bæði í sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Þau geta sparað sér töluverðan ferðakostnað, þau þurfa baraeinn þjálfara og fá með sameiningu breiðari leikmanna hóp. Ókostirnir eru hins vegar kannski þeir að þetta er orðið frekar stórt svæði landfræðilega séð en með nýjum göngum til Norðfjarðar og bættum samgöngum í sveitarfélaginu verður það lítil hindrun. Ég sé fyrir mér að þetta sameinaða lið geti ráðið sér þjálfara, búsettan á svæðinu, jafnvel á heilsárs basis sem er forsenda fyrir því að eiga gott lið í 1. deild sem myndi gera ákveðið tilkall til úrvalsdeildarsætis innan fárra ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

33 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.