Leita í fréttum mbl.is

Hrátt kjöt fyrir framan dyrnar hjá mér.

Þegar ég var að fara út úr húsi heima hjá mér í morgun þá lá þar steindauður fugl. Og ekki nóg með það heldur var búið að hamfletta hann og pakka honum inní poka, mjög vandlega. Ég horfði góða stund á þennan gjörning og var að spá í það hvernig í ósköpunum fuglinn hefði farið að þessu, datt reyndar í hug að einhver væri að gera grín að veiðiafla mínum þetta haustið en enginn fugl hefur ennþá ratað í höglin úr fjan...hólknum (verð að passa mig að blóta ekki mikið, presturinn gæti lesið þetta) þetta árið. En svo sá ég kveðjubréf til kennarans sem býr í sama húsi og taldi ég að þar með væri ég búinn að finna skýringuna á þessu og hver hefði sent þetta. Ég leit sem snöggvast á bréfið og á því stóð Svartfugl, Woundering hausinn á mér sprakk úr spurningarmerkjum sem fuku út í loftið. Ég vissi vel að kennaranum þykir svartfugl ekki góður matur. Ég las lauslega yfir bréfið og fór að átta mig á því um hvað málið snérist, ég leit á gegnsæja póstkassann minn og sá þá að hann var fullur af ritgerðarverkefnum sem nemendur höfðu verið að skila til kennarans og umfjöllunar efnið var SVARTFUGL bók eftir Gunnar Gunnarsson. Skáldsaga byggð á sannsögulegum atburðum um morðin á Sjöundá.

Þetta er algjör snilld og skora ég að viðkomandi að gefa sig fram en hann eða hún gleymdi að kvitta undir verkefnið og fær því væntanlega 0 í kladdann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Stórgott, algjör snilld.  Synd með merkinguna því svona hugmynd verðskuldar a.m.k. 10. 

Ég hef nú lesið verra á blogginu en fjan.... Það var t.d. gerð tilraun til að breiða út óhróðri um mig á mínu eigin bloggi.  Þar var því haldið fram að ég væri laumu-Liverpool maður...... Málið er í rannsókn, en viðkomandi skildi eftir sig slóð sem ætti að vera auðvelt fyrir tölvuséní eins og mig að rekja.

Guðmundur Örn Jónsson, 15.11.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Jaaa,,, ekki var talað um laumu, en kannski innst inni. Svona á ég nú auðvelt með að lesa í gegnum persónur þegar kemur að íþróttaáhuganum.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 15.11.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

33 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.