4.1.2008 | 00:14
Gleðilegt ár! Stutt útgáfa af jólunum.
Gleðilegt ár öll og takk fyrir það gamla. Jólin gengu sinn vana gang hér á Starmýrinni. Jólagæsin var að venju mjög góð, var að vísu ekki skotin af undirrituðum en samt mjög góð. Ég er að spá í að gerst öfga dýraverndunarsinni því það hentar mér svo vel.
Á jóladag brunuðum við fjölskyldan norður á heimaslóðir. Þar vorum við í góðu yfirlæti mömmu og pabba og rákumst við á tvo af mínum bræðrum þar. Þar var etið og drukkið að fornum sið og fengu börnin að kynnast forn íslenskum jólasið á slóðum Jónasar Hallgrímssonar er hrútnum á stórbýli forfeðra minna var sleppt lausum í nokkrar gimbrarskjátur. Sáum við, karl faðir minn, að hrútur þessi var svo til vita náttúrulaus og gagnaðist hann gimbrunum frekar illa, enda af suðflekkóttu forystukyni.
Á Gamlársdagskvöld var svo snæddur kvöldverður hjá mínum ástkærum tengdaforeldrum ásamt því að skála fyrir nýju ári. Þar var boðið uppá rjúpur, sumar með höglum (átti engan þátt í því, ýtir enn frekar undir dýraverndunarsinnan í mér) og í eftirrétt heimlagaður ís. Eitthvað var skotið upp af flugeldum og voru allir mjög glaðir og sátti er lögðust til hvílu þessa nýársnótt.
Völvan spáir breytingum hjá mér þetta árið. Grunar að um sé að ræða útlitsbreytingu, "perustefnið" ( lesist ístran) hverfi eða eitthvað þess háttar. Annars vona ég að árið 2008 verði skemmtilegt og spennandi ár. Vona að ættingjar,vinir, félagar og óvinir, trúaðir og ótrúaðir eigi gott og farsælt ár.
Eitt svona í lokin. Mér finnst það út í hött að einhverir "Hérastubbar" þurfi að gefa ordur um það að ræsa megi varaaflstöðina þegar rafmagnið fer hér í Neskaupstað. Mér finnst að allar mikilvægar ákvarðanir eigi að taka og koma frá Neskaupstað. Við erum góðu vön. Líf austfirðinga hefur snúist um líf Norðfirðinga hingað til, Nobbarar fá þetta, Nobbarar fá hitt, Norðfirðingar kvarta og málin eru, oftar en ekki leist á kostnað annarra austfirðinga. Þetta er hægt að lesa á nokkrum bloggsíðum hjá dugmiklum austfirskum bloggurum.
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Mikilvægar síður
- Gíslína Dögg Prestfrúin í Vestmannaeyjum
- KFF - Gellur Flottar píur
- KFF - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
- Virtasta og besta félagslið Evrópu Rauði herinn
- samtök áhugamanna um 45sec Faxe er góður
- Tippið
Áhugaverðir bloggarar
-
Frú Ingibjörg
Stjórnandinn
eiginkonan -
Stefán Jón Hafstein
Namibía
Stefán Jón -
Gnýr Guðmundsson
Kóngurinn í Odense
Vindmyllubóndinn -
Hugi Þórðarson
Þvílíkur snilli þessi maður.
hugi.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Usssssssssss
Dýraverndarsinni og hörundsár Nobbari!!!!!!!
Gleðilegt ár Arnar minn, vonandi breytir völvan þér bara aftur í gamla, góða, Arnar. Perustefni venjast vel, mundu það. Er viss um að það verður erfitt að halda jafnvæginu stefnislaus, maður er orðinn svo vanur því!!!!
Góðar kveðjur að vestan í Starmýrina.
Magnús Þór Jónsson, 4.1.2008 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.