Leita í fréttum mbl.is

Stolt sjálfstæðisflokksins, tryggjum stöðugleika í efnahagslífinu.

Skora á ykkur að hlusta á þetta. Eftir að þið komið inná forsíðu þessar hræsnaraflokks þá skrollið þið niður og finnið bláan ramma sem á stendur kynningarmyndband. Þetta sannfærir mig enn meira um algjört vantraust á sjálfstæðisflokkinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þetta er tær snilld ég veltist um af hlátri í 5 klukkutíma.

Icerock

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 10.11.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Þórður Vilberg Guðmundsson

Arnar...

Það er ágæt regla að skýra mál sitt... hvað varð það í þessu myndbandi sem fór svona fyrir brjóstið á þér?

Þórður Vilberg Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Hlustaðu bara betur á þetta Doddi minn. Þarf eitthvað að útskýra....  Nú ef þú vilt þá get ég talið upp nokkur atriði í þessu kynningarmyndbandi sem eru spaugileg í ljósi ástandsins í dag.

1.  sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir stöðugleika í efnahagslífinu.  Rangt, hvernig er ástandið í dag?

2.  sjálfstæðisflokkurinn trúir á einkavæðingu þar sem allir njóta góðs af.  Rangt, ég hef ekki notið góðs af þessari einkavæðingu ríkisbankanna, en ég þarf að borga þessa einkavæðingu eins og þú.

3.  sjálfstæðisflokkurinn telur að þetta samfélag sé best tryggt með lágmarks afskiptum hins opinbera. Afskiptaleysið sést kannski best á hruni einkavæddu bankanna.

 Viltu meira?

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Þórður Vilberg Guðmundsson

Já Arnar... Þú telur þarna upp nokkur atriði sem ég hef samt svolítið aðra sýn á...

1. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarinn 17 ár verið í farabroddi við að búa til eitthvað mesta góðæðri sem um getur. Íslensk þjóð hefur aldrei haft það betra. En svo kom höggið, og það var mikið, en ekki gleyma því að það er hin alþjóðlega fjármálakreppa sem við erum að berjast við hérna, og þó svo að máttur Sjálfstæðisflokksins sé mikill þá megnar hann ekki að koma í veg fyrir slíkt.

2. Það er rangt, það nutu allir góðs af einkavæðingu bankana.. Lítið dæmi um það eru t.d þær gífurlegu skatttekjur sem bankarnir skiluðu okkur. Hvert heldur að þær hafi farið. Auk þess sem bankarnir urðu að mun stærri og betri stofnunum fyrir okkur viðskipavinina heldur en þeir voru. Ég fer ekki ofan af því að einkavæðingin var gæfuspor.

3. Get að vissu leyti tekið undir það að eftirlitið hafi brugðist. Það er morgunljóst. En hinsvegar verðum við að líta til þess að t.d eitt af stóru vandamálunum í dag, Icesave, er t.d vandamál sem Íslenskt eftirlit hafði lítið með að gera. Þar koma inní lög ESS og við vorum hreinlega ekki í aðstöðu til að koma í veg fyrir það. Auk þess má kannski líka minnast á það að Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir því árið 2004 að reyna að koma á svokölluðum fjölmiðlalögum, sem áttu að koma í veg fyrir hringamyndun, takmarkað eignarhald o.s.frv. Lög sem í raun hefði verið hægt að líta til sem fyrirmynd fyrir svipuð lög um bankana. Fyrir þetta var flokkurinn úthrópaður um allt af vinstri mönnum og krötum. Hvað hefði skeð ef flokkurinn hefði árið 2006 komið fram með svipuð lög um bankana? Það hefði allt orðið vitlaust, Davíð talinn var að ráðast að Jóni Ásgeiri, og flokkurinn sakaður um landráð og jafnvel eitthvað þaðan af verra....

Þórður Vilberg Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 08:41

5 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ég veit ekki hvernig það væri ef við værum sammála um þessa hluti Doddi minn. Kannski værum við bara ríkir. En pólitíkin í dag er svo skrítin. Hún snýst meira og minna um að sannfæra fólkið í landinu um að lygin sé sannleikurinn frekar en vel rökstudd málefnaleg sónarmið. Þannig blasir þetta kynningarmyndband sjálfstæðisflokksins fyrir mér.

1. Þú talar um að Íslensk þjóð hafi aldrei haft það betra. Þar er ég ekki sammála. Ég hef til að mynda ekki mikið heyrt aldrað fólk tala um það, hvað það hefði það nú gott í ellinni. Þetta fólk hefur stanslaust þurft að hafa fyrir hlutunum.

2. Nei, ég er ekki sammála þér að allir hafi notið góðs af einkavæðingunni. Vissulega er það rétt að bankarnir skiluðu miklum skatttekjum í landið en fór ekki obbinn af því í "Baugsmálið" svo kallaða. Þegar flokksbróðir þinn, dómsmálaráðherra þjóðarinnar reyndi að sæma þá Baugsfeðga nafnbótinni, alverstu glæpamenn samtímans. Þar hikaði hann ekki við að eyða tugum ef ekki hundruðum miljóna í sérvalda lögfræðinga og málaferli gegn þeim en skít tapaði því svo. Hver borgaði þann brúsa.

3. Við erum þó sammála um eitt, eftirlitið brást. Það hefur reyndar komið fram í svokölluðum Baugsmiðlum og reyndar líka í ríkisreknu miðlunum að það hefði verið hægt að koma þessum IceSave reikningum undir Breska ríkistryggingu ef davíð oddssyni hefi ekki legið svona á að þjóðnýta bankana. Nú veit ég ekki hvort þetta er endilega rétt eða ekki en við fáum trúlega aldrei úr því skorið.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

33 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.