Þetta eru sorglegar fréttir fyrir okkur sem búum út á landi og erum að vinna að forvarnarstarfi fyrir börn og unglinga. Íþróttahreyfingin út á landi hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og oftar en ekki þurft að ferðast til höfuðborgarsvæðisins til að taka þátt í hinum ýmsum keppnum og minni mótum. Þessi niðurskurður kemur hins vegar ekkert niður á íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu því ferðakostnaður þeirra er gegnum gangandi um 5-20% af ferðakostnaði félaga á landsbyggðinni og hafa þau þar af leiðandi ekki notið neins styrk úr þessum sjóði að ráði enda heitir hann ferðajöfnunarsjóður ÍSÍ. Ef einhver niðurskurður á að vera þá á hann alls ekki að bitna á grasrótinni, eða það sagði Þorgerður Katrín alla veganna þann 28. nóv síðastliðinn í sjónvarpsfréttum RÚV. Þessi tillaga kemur því á óvart ef eitthvað er að marka orð Íþrótta- og menntamálaráðherra Íslands. Ég skora á íslensk stjórnvöld að skoða þessa tillögu vandlega áður en þau samþykkja hana því þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér. Og þá er ég bara að horfa á það forvarnargildi sem íþróttir hafa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Tenglar
Mikilvægar síður
- Gíslína Dögg Prestfrúin í Vestmannaeyjum
- KFF - Gellur Flottar píur
- KFF - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
- Virtasta og besta félagslið Evrópu Rauði herinn
- samtök áhugamanna um 45sec Faxe er góður
- Tippið
Áhugaverðir bloggarar
-
Frú Ingibjörg
Stjórnandinn
eiginkonan -
Stefán Jón Hafstein
Namibía
Stefán Jón -
Gnýr Guðmundsson
Kóngurinn í Odense
Vindmyllubóndinn -
Hugi Þórðarson
Þvílíkur snilli þessi maður.
hugi.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.