Leita í fréttum mbl.is

Get ekki sætt mig við þessa hegðun

Hann var búinn að mótmæla öllum brotunum sem hann átti sök á og segist svo ekkert skilja hvers vegna "Stífi Benni" rak hann af velli. Þessi hegðun hans var honum til skammar og mér fyndist réttast af stjóra minna manna að setja hann í agabann út tímabilið þó svo þeir hafi kannski ekki efni á því. Þeir eru jú bara að berjast um fjórða sætið og það gegn Everton sem telst ekki mikil hindrun í boltanum en á einhvern óskiljanlegan hátt eru þeir að reyna við þetta fjórða sæti. Ég tel að brottrekstur Maccaroni grautsins sé orsök þessa stóra taps Liverpool gegn mjög góðu liði Man.Utd. Mér fannst United ekkert þurfa á aðstoð "Stífa Benna" dómara að halda því þeir voru mikið sterkari aðilinn í leiknum og greinilegt að hann var ekki andlega undirbúinn í þennan stórleik sem þetta átti að vera en varð aldrei.  Ég hugsa að leikar hefðu þróast öðruvísi ef Liverpool hefðu ekki misst mann útaf. En heilt yfir þá var þetta sanngjarn sigur United og hann hefði hæglega geta orðið stærri.

Vona að menn komi með þroskaðar skoðanir á þessum leik.


mbl.is Mascherano biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Vilberg Guðmundsson

Sæll Arnar

Hvað er athugavert við að spurja dómara um hvað þeir séu að gera?

Ef dómarar ætla að fara að reka menn útaf í hvert skipti sem leikmenn andmæla því sem þeir gera, þá er nokkuð ljóst að fáir leikmenn yrðu eftir á vellinum!

Þórður Vilberg Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 15:09

2 identicon


Hann var búinn að vera með nefið ofan í dómaranum allan leikinn. Gerði sér spes ferð frá miðjunni til að tuðast þegar hann fékk sitt annað gula. Torres fékk spjald fyrir að heimta gult, þá kemur Maccarinn askvaðandi og klínir sér upp við dómarann. Þetta er auðvitað pirrandi, leiðinlegt og afskaplega þreytandi fyrir dómarann. Leikmaður á gulu spjaldi ætti einnig aðeins að hafa sig hægan, ótrúleg heimska að hans hálfu finnst mér. Hann getur bara kennt sjálfum sér um, hann bauð upp á þetta. Mér fannst ég sjá það strax á Mascherano þegar hann fékk fyrra spjaldið, að hann var eitthvað tense á taugum. Alonso hefði betur átt að rífa almennilega í hann þegar Mascherano var á hlaupum í átt til dómarans, byrjaði eitthvað á því en sleppti honum svo strax.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:25

3 identicon

Það er STÓR munur á því að spyrja og að veitast að dómaranum með skít og skömmum.

Ég skil gremju Mascheranos að miklu leiti ...  Hann fékk gult fyrir litlar sakir og svo sleppir Benneth Scholes fyrir gróft brot rétt á eftir...

Ekki nóg með það að varnarmenn Man Utd máttu hamra Torres niður trekk í trekk og ekkert dæmt (það fékk hann fyrir að standa í lappirnar, annað en hann Ronaldo sem dettur ef hlaupið er fram hjá honum)

Og eftir þetta spjald þá lét Benneth Mascherano ekki í friði, hann dæmdi nánast á ALLT sem Masc. var að gera.

Og eigum við svo eithvað að ræða fyrsta mark Man Utd ... hreint og klárt brot hjá Brown (allavega lærði ég reglurnar í knattspyrnu þannig að ekki megi nota bak andstæðinganna sem trampolín) 

Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:32

4 identicon

Þórður, ef maður gerir eins og Mascherano gerði í þessum leik, tuðaði í dómaranum eftir hvert einasta brot, þá fær maður að endanum gult spjald. Að spyrja hvað dómarinn sé að gera er líka hægt að taka þannig að hann sé að setja út á dóminn... og það má ekki! Ég spyr nú líka bara... hvar var Gerrad... er það ekki hans djobb sem fyrirliði að fá menn til að hætta í dómaranum... sérstaklega ef maður er með gult fyrir!!!

Birkir Örn (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:39

5 identicon

Torres var nú ekki hamraður niður trekk í trekk, hann var étinn trekk í trekk en ekki óheiðarlega, ef við eigum að tala um að standa eitthvað af sér þá stóð Rooney af sér tæklingu frá Carragher sem kemur ekki nálægt boltanum innan teigs eftir korter, víti og rautt spjald ef hann hefði ekki staðið það af sér. 

Skv. þeim reglum sem gilda í fótbolta er það fyrirliðans að spjalla við dómara ekki allra leikmanna, fyrir utan það að hannv ar búinn að vera í eyranu á Bennett allan leikinn, eðlilegt að gefast upp, hvað er líka málið með menn eins og Alonso, Gerard og fleiiri samherja hans.  Það að verja mann fyrir það að vera rífandi kjaft við dómara leiksins allan leikinn er til háborinnar skammar fyrir "virtan" knattspyrnustjóra, fyrir utan það að Liverpool menn voru sívælandi í þessum leik eins og einhverjar skólastelpur sem væru að keppa við landsliðið.

Undir öllum kringumstæðum á að gefa leikmönnum gult spjald fyrir að leggja á sig ferð yfir hálfan völlin til að tuða í dómaranum enda sést það vel á myndum að Mascherano er lagður af stað löngu áður en Benett spjaldar Torres.

Held að menn eins og Jón Ingi séu lýsandi dæmi fyrir því hvers vegna talað er um Liverpool menn sem svekkta einstaklinga enda áttu þeir aldrei séns í United í þessum leik, Gerard gat ekki neitt, Carragher og Skretl voru í eintómum vandræðum í vörninni Mascherano veikur á geði, Kuyt gat ekki neitt frekar en vanalega, Torres var étinn lifandi og ofan á allt saman var Reina ansi hreint mistækur, þó hann hafi nú varið nokkrum sinnum vel.

Bjarki (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Norðanmaður

Dómarinn var bara ein taugarhrúga eftir ummæli Blánefs. Svona dómarar eiga ekki að dæma í úrvalsdeild.

Norðanmaður, 24.3.2008 kl. 16:51

7 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Sæll Þórður!

Ég get tekið undir það sem þú segir að það er ekkert að því að spyrja dómara að því hvað þeir séu að gera eða lýsa yfir vonbrigðum með þeirra ákvarðanir. En eins og málin voru búin að þróast þá átti Mascherano að hafa vit á því að hætta að röfla í honum. Það átti að sjálfsögðu að vera í höndum fyrirliðans.

Ég get líka tekið undir þær skoðanir hér að dómarinn var að mér fannst ekki tilbúinn í þennan leik. Bjarki talaði um að Rooney hefði staðið af sér tæklingu inní vítateig og ef hann hefði látið sig detta þá hefði þetta verið vítaspyrna og rautt spjald. Það er rétt ef dómarinn hefði dæmt vít þá hefði hann þurft að reka Carra útaf.

 En hvað gerði dómarinn þegar Rooney keyrði inní Reina eftir að Rooney var löngu búinn að missa af boltanum? Ekki neitt, af hverju ekki, þetta var klárlega brot og jafnvel gult spjald, var þetta rétt ákvörðun dómarans? Kannski, kannski ekki. Við getum líka snúið þessu dæmi við og sett Mascherano í stöðu Rooney, hvað hefði dómarinn þá gert, trúlega gefið honum gult spjald fyrir háskalegan leik.

Kalt mat, dómarinn var mjög lélegur, United var sterkara liðið og átti skilið að vinna (því miður).

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 25.3.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

233 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 380

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.