Leita í fréttum mbl.is

Halla Gunnarsdóttir þjálfari KFF og Þróttar Nes.

Þá er það orðið öruggt. Halla Gunnarsdóttir þingfréttaritari Morgunblaðsins mun þjálfa Fjarðabyggð í sumar, það er að segja meistarflokk kvenna. Já og ekki nóg með það heldur mun hún líka þjálfa 5. flokk kvenna hjá Þrótti Nes.Þetta eru náttúrulega stórkostlegar fréttir fyrir kvennaknattspyrnuna ekki bara í Fjarðabyggð heldur fyrir allt austurland.

Þegar ég og Friðrik félagi minn og lyfjafræðingur vorum að velta fyrir okkur hvern við ættum að fá til að þjálfa Fjarðabyggð komu nokkur nöfn til greina. En svo datt okkur í hug Halla. Við peppuðum okkur upp í það að hafa samband við hana og hættum þessari minnimáttarkend. Hún neitaði okkur fyrst en við gáfumst ekki upp og náðum að sannfæra hana að sælan er fyrir austan, og það tókst. Hún er semsagt að koma til okkar í vor og erum við sem stöndum að ráðningu hennar afar stoltir þessa dagana.

Halla er ótrúlega veraldarvön þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur ferðast víða, kynnt sér hinar ólíkustu þjóðir og menningu þeirra. Gefið út flotta ferilskrá http://greinarhg.blog.is/blog/greinarhg/entry/116693/ þar sem má sjá knattspyrnutengda reynslu hennar frá 1998.

Halla, vertu velkomin til Fjarðabyggðar.bloggmynd_116978

 

Skora á ykkur kæru blogglesarar að taka þátt í skoðannarkönnunni hér til hliðar á síðunni.

Kv. Sir Arnar formaður kvennaráðs KFF.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég leyfi mér að óska ykkur til hamingju með starfskrafta Höllu. Vonandi farnast ykkur prýðisvel!

Hlynur Þór Magnússon, 16.3.2007 kl. 22:58

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Þakka þér fyrir Hlynur og sömuleiðis

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 16.3.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Til hamingju með þetta frændi. Þetta er allt saman bara spurning um að láta vaða, að hrökkva eða stökkva.

Ætli 5. flokkurinn rúlli ekki upp pæjumótinu hér í Eyjum í sumar.

Guðmundur Örn Jónsson, 17.3.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

233 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 379

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.