Leita í fréttum mbl.is

Trúbadorhátíð Íslands 2007

Þá er það nánast komið á hreint. Ég mun taka nett kast á kassagítar minn og misþyrma raddböndunum mínum á Trúbadorhátíð Íslands þetta árið. Það er hinn bráðgáfaði flokksbróðir minn sem er eigandi þessarar hátíðar, Guðmundur R sem skipuleggur þessa hátíð. Ég mun spila á Norðfirði á laugardagskvöldinu 6. október Á efnisskránni verða frumsaminn lög frá pönktímabilinu 84´- 85´Halo Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur, Sir Arnar uppá sviði með gítarinn í rifnum gallabuxum og grænum hermannabol sem stendur "fokk u" aftan áDevil

Þá er það svo nokkuð ljóst að ég mun í fyrsta sinn á ferli mínum sem tónlistarmaður troða upp í Mjóafirði og er það nú að verða minn síðasti sjéns þar sem ferill minn er nánast á enda. Þar mun ég kyrja mína söngva á samt öðrum lögum þann 7. október ásamt eiganda hátíðarinnar. Ekki nóg með það, trúlega mun ég í fyrsta skiptið á ævi minni fara keyrandi í Mjóafjörð. Ég hef nefnilega farið nokkrum sinnum á bát í fjörðinn mjóa og það mundi sennilega seint teljast einhver sjómennska að sigla frá Norðfirði yfir í Mjóafjörð en það er nú samt alveg nóg fyrir mitt sjómannshjarta.

Hvet alla sem leyfi hafa til að mæta á Trúbadorhátíð Íslands 2007 sem verður helgina 5. - 7. október.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Gangi þér vel í trúbatoraslarkinu. því miður held ég að pönktímabilinu hafi verið lokið 84-85 það hefði mín vegna mátt endast betur!

Gulli litli, 25.9.2007 kl. 10:54

2 identicon

... hummmm ... málið með þessa lýsingu hjá þér á sjálfumþér í rifnum gallabuxum og svo frv.... ég nefninlega sé þig alveg fyrir mér svoleiðis... og með jafn sítt hár niður að erum og greitt í pík,.... hehehe  gangi þér annars bara vel á þessari hátíð... kveðja að norðan

Jenný Dögg (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:55

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Það væri nú gaman ef þú tækir það saman á hvaða stöðum þú hefur spilað í gegnum tíðina, það er næsta víst að það kæmi jafnvel sjálfum þér á óvart hversu víða það er.

Spurning um að fá Hannes á trúbadúrahátíðina, þar var stórgóður "bodyguard" á ferðinni.

Guðmundur Örn Jónsson, 27.9.2007 kl. 08:41

4 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ég gleymdi að taka eitt fram séra minn, en ég er að hugsa um að spila þarna eitt lag sem þú ert höfundur að texta ásamt mér. Svo þín verður getið á trúbadorahátíð Íslands þetta árið kæri frændi

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 27.9.2007 kl. 10:18

5 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Gott mál, það er spurning hvort hér sé ekki um ákveðinn hápunkt á tónlistarferli mínum að ræða, þ.e. að vera nefndur á nafn þar sem fólk kann á hljóðfæri.

Guðmundur Örn Jónsson, 28.9.2007 kl. 16:55

6 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

jú kannski, en mundu það er ekki spurning hvað maður kann heldur hvað maður gerir.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 08:45

7 identicon

Sæll kæri bróðir, sé þig fyrir mér í rifnum gallabuxum og dónalegum bol, en gangi þér vel, kveðjur úr sveitinni

Didda (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

232 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 381

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband