Leita í fréttum mbl.is

Sumir morgnar eru betri en aðrir.

Á leið minnar til vinnu í morgun þá sagði Gestur Einar, útvarpsrumur, mér skemmtilega frétt. Þannig er mál með vexti að ég hef alltaf haldið því fram að maður sem er aðeins yfir kjörþyngd sé í raun í góðum málum. Gestur benti á nýlega rannsókn þessu til sönnunar að fólk sem væri 5-15 kg. yfir kjörþyngd væri með mun meiri lífslíkur en annað fólk. Þetta eru frábærar fréttir fyrir mig þar sem ég telst til þess einstaklings sem er 5-15 kg. yfir kjörþyngd. Rannsóknin leiddi að vísu í ljós að þessu fólki væri hættara við að fá sykursýki 2, en það er nú kannski hægt að díla við það, en líkur á krabbameini væri mun minni en hjá fólki sem væri í kjörþyngd svo ekki sé nú minnst á þá sem eru undir kjörþyngd. Það er að vísu einn hængur á þessu öllu saman en hann er sá að þessi rannsókn er bandarísk Devil svo það er spurningin hvar kjörþyngdar viðmið bandaríkjamanna eru. Erum við kannski að tala um 25-60 kg. yfir íslenskri kjörþyngd eða hvað?Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Var að hlusta á spilarann þinn.........lagið Ég þrái þig er helv.gott

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Þakka þér, Einar Bragi.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

233 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 379

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.