Leita í fréttum mbl.is

Pippa er öll.

Picture 020(1)Þessi vika er búin að vera erfið hjá dóttur minni. Á þriðjudaginn fór ég með heimilisköttinn hana Pippu til dýralæknis því útlitið á henni vera frekar dularfullt. Hún var öll útþanin og það í meira lagi. Var búinn að láta mér detta í hug að hún væri kettlingafull en tíminn var orðinn óeðlilega langur og hún sýndi enga tilburði til að fara að gjóta. Ákvað dýralæknirinn að skera hana upp og skoða hana. Var hún því svæfð um fimmleytið og skorin upp.  Við uppskurðinn kom strax í ljós að ekki var allt með feldu og við nánari athugun kom í ljós að Pippa hafði fengið smitandi lífhimnubólgu eins og dýralæknirinn orðaði það. Skoðuðum við lífhimnuna og var hún ónýt. Þá sagði dýralæknirinn þessi orð sem ég vonaði að hann myndi ekki sega, ég verð að aflífa hana. Málið er að ef köttur greinist með smitandi lífhimnubólgu þá er það dauðadómur og ekkert hægt að gera. Og með þessi orð kvaddi ég dýralæknirinn og þurfti nú að díla við næsta verkefni sem var að segja krökkunum frá þessu. Þetta kvöld var grátið mikið hjá dóttur minni og ef eitthvað er erfitt í lífinu þá er það þetta, að horfa á börnin sín gráta út af andlegri vanlíðan og maður getur ekkert gert. Það tekur á.

Anna Margrét og Pippa voru þær allra bestu vinkonur sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Þær sváfu yfirleitt saman og ef Anna Margrét ákvað að gista hjá vinkonu sinni þá leið Pippu illa og var alveg ómöguleg og vissi ekki hvar hún átti að sofa þær nætur.

Blessuð sé minning Pippu og Anna Margrét, þú átt alla mína samúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegustu samúðarkveðjur, af Suðurlandi.

                                    Óskar Helgi Helgason, og fjölskylda

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

já. Takk Pabbi minn. Ég elskaði hana útaf lífinu;* blessuð sé minning hennar;*

-Anna Margrét

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 24.11.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Samúðarkveðjur af Snæfellsnesinu.  Það versta við að eiga gæludýr er að við lifum þau nú flest, og slíkar kveðjustundir eru sárar.

Biðjum auðvitað mest fyrir kveðju til Önnu Margrétar!

Magnús Þór Jónsson, 28.11.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

234 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 377

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband