Leita í fréttum mbl.is

KFF tapar fyrir ensku liði...

Kvennalið KFF tapaði í kvöld fyrir ensku liði skipað nokkrum leikmönnum frá Íslandi. Þetta enska lið er frá frönskum firði sem heitir Fáskrúðsfjörður og liðið heitir Leiknir. Já þetta var erfiður leikur hjá okkar stelpum og sigur Leiknisstelpna var kannski nokkuð sanngjarn. Leiknir byrjuðu leikinn af miklum krafti og skorðu mark strax á 3. mínútu, en þar var að verki Chantelle Parry. Vandræðagangurinn var mikill í vörn okkar stelpna og Leknir skoruðu svo annað mark á 15. mínútu en það mark gerði Una Jónsdóttir. Eftir annað mark Leiknis jafnaðist leikurinn nokkuð og á KFF meðal annars eitt stangar skot seint í fyrri hálfleik. Leiknir fengu líka sín færi en markmaður KFF, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir sá við þeim og sýndi á köflum snilldar takta.

Í seinni hálfleik komu KFF mun ákveðnari en í þeim fyrri en enn vantaði þó upp á að sendingar væru að skila sér rétta leið. Leiknisstelpur gerðu svo nánast út um leikinn á 56. mínútu er Ríkey Jónsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. KFF-stelpur tók þá aðeins við sér og uppskáru mark á 63. mínútu er Ragga setti boltann í markið af stuttu færi etfir gott spil upp hægri kantinn, 3-1. Ragga var svo aftur á ferðinni 13 mínútum síðar eða á 76. mínútu en þá skoraði hún með skalla eftir hornspyrnu, glæsilegt mark og KFF var komið aftur inní leikinn, 3-2. Nokkuð jafnræði var með liðunum og skiptust liðin á að sækja. Það voru svo Leiknisstelpur sem innsigluðu sigurinn með marki á 89. mínútu en þar var að verki hún Una að setja sitt annað mark í leiknum. Lokastaðan varð því tveggja marka sigur Leiknis 4-2.

 Maður leiksins að mínu mati var leikmaður Leiknis, leikmaður númer 6, Chantelle Parry og er hún gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Leiknis liðið. Maður leiksins hjá KFF var að mér fannst markmaðurinn okkar hún Þórdís Mjöll, varði oft vel maður á móti manni og átti snilldar markvörslu í leiknum er hún varð skot utan af velli sem stefndi nánast í vinkilinn, glæsileg markvarsla.

En nú er bara að gleyma þessum úrslitum og fara að einbeita sér að næsta leik sem er gegn Sindra frá Hornafirði og verður hann mánudaginn 25. júní klukkan 20:00 á Norðfjarðarvelli (Aggavöggu).

Kveð að sinni Sir Arnar landsliðs-einvaldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Karlinn bara hinn fínasti íþróttafréttamaður!

Kveðjur af Sandinum....

Magnús Þór Jónsson, 8.7.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Sir Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson
Guðmundur Arnar Guðmundsson

Lífið er fótbolti......

Tónlistarspilari

Sir Arnar - Árið langa söngur Júlíus Guðmundsson

239 dagar til jóla

Áhugaverðir bloggarar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 363

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.